Fréttir úr starfi félagsins

Hrönn Vilhjálmsdóttir ný í stjórn FÍ

Aðalfundur Ferðafélags Íslands var haldinn í gærkvöldi í sal FÍ Mörkinni 6. Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu stjórnar og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir fjármálastjóri kynnti ársreikning félagsins. Rekstur félagsins árið 2023 var mjög traustur og var rekstrarafangur sem nemur 12 mrk. Ársreikningur var samþykktur samhljóða af fundargestum. Hrönn Vilhjálmsdóttir var kjörin í stjórn félagsins til næstu þriggja ára. Hrönn hefur starfað lengi með FÍ og sérstaklega Ferðafélagi barnanna þar sem hún leiðir starfið með manni sínum Herði Harðarsyni. Stjórn félagsins er nú skipuð þannig að Ólöf Krístín Sívertsen er forseti og Sigrún Valbergsdóttir varaforseti og auk þeirra eru Salvör Nordal, Elín Björg Jónasdóttir, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Tómas Guðbjartsson, Gísli Már Gíslason og Gestur Pétursson.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 20. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf og félagsfólk hvatt til að mæta.

Söngelskir tvíburar slá taktinn með hamarshöggum


Nýtt Gönguleiðakort fyrir Þórsmörk og Goðaland

Út er komið nýtt gönguleiðakort um gönguleiðir í Þórsmörk og Goðalandi, útgefið af Ferðafélagi Íslands og Útivist.

Frábært úrval bóka á bókamarkaðinum á Laugardalsvelli

Bækur Ferðafélags Íslands til sölu á bókamarkaðinum á Laugardalsvelli

FÍ og Landsbjörg endurnýja samstarfssamning

Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með nýjan samstarfssamning. FÍ og Landsbjörg hafa lengi átt farsælt og gott samstarf og bæði félög byggja starf sitt að mestu á sjálfboðaliðum og starfa í þágu almennings. Samstarfið nær með annars yfir forvarnarstarf á fjöllum og öryggismál ferðafólks, bætt fjarskiptasamband, stuðningi FÍ við Hálendisvakt Landsbjargar, aðstöðu á fjöllum, fræðslumál og námskeiðshald.

Bækur, kort og rit - tilvalin gjöf til ferðafélaga

Við erum með frábært úrval af bókapökkum, bókum, kortum og ritum sem eru góðar gjafir til ferðafélaga.

Ferðafélag Íslands endurreisir sæluhús á Mosfellsheiði

Ferðafélag Íslands hefur undanfarin misseri unnið að endurbyggingu á sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði. Það var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, það var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni og útidyr voru á langvegg.

Nýtt samstarfsverkefni FÍ og Krabbameinsfélagsins

Ferðafélag Íslands og Krabbameinsfélagið hafa tekið höndum saman um nýtt sameiginlegt göngunámskeið, þar sem boðið er upp á vikulegar gönguferðir og fræðslu fyrir þá sem hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Heilnæm útivist í formi gönguferða auk áhugaverðrar fræðslu getur stuðlað að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess. Einnig er félagsskapur við aðra sem eiga svipaða reynslu að baki mjög jákvæður, áhrif jafningjastuðnings eru vel þekkt. Margir sem greinst hafa með krabbamein og gengið í gegnum krabbameinsmeðferð glíma við langtímaafleiðingar sem geta verið líkamlegar, andlegar, félagslegar og fjárhagslegar og geta haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Meðal helstu markmiða Krabbameinsfélagsins er að bæta lífsgæði fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Ferðafélag Íslands hefur alla tíð unnið að því að auðvelda og hvetja til útivistar og ferðalaga um landið auk þess að fræða um náttúru og sögu.

Ferðaáætlun FÍ 2024

Ferðaáætlun FÍ 2024 er nú komin í birtingu hér á heimasíðunni. Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár ekki prentuð heldur er hún eingöngu aðgengileg á heimasíðunni undir ferðir. Ferðaáætlunin er að venju stútfull af spennandi ferðum, dagskrá gönguhópa og fjallaverkefna.