Fréttir úr starfi félagsins

Fjölbreytt námskeið hjá FÍ

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða í vetur og vor þar sem markmiðið er að ferðafélagar og útivistarfólk geti bætt við þekkingu sína og færni þegar kemur að fjallamennsku og gönguferðum um landið. Á meðal námskeiða sem eru framundan eru: ferðast á gönguskíðum, snjóflóðanámskeið, vetrarfjallamennska, fjallaskíðanámskeið fyrir byrjendur, með allt á bakinu, ferðamennska og rötun, gps námskeið, skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum, vaðnámskeið / straumvötn.

Allt á kafi í Hrafntinnuskeri

Enginn skortur á snjó á svæðinu

Kolla komin aftur til starfa fyrir FÍ

Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður með meiru og umsjónarkona FÍ Kvennakrafts, er komin aftur til starfa sem verkefnastjóri vefmiðla hjá Ferðafélagi Íslands.

Skyndihjálp í óbyggðum

Ferðafélag Íslands stendur fyrir þriggja kvölda námskeiði fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð áhersla á viðbrögð við slysum, veikindum og ýmsum aðstæðum sem geta mætt ferðafólki fjarri byggð. Verklegar æfingar og raunhæf verkefni. Farið yfir frásagnir af slysum og viðbrögð við óhöppum rædd. Námskeiðið endar á útiæfingu þar sem þátttakendur þurfa að fást við slasað ferðafólk.

Skrifstofan lokuð í dag

Fimmtudaginn 31. mars.

Vetrarríki í Landmannalaugum

Allt á kafi en nægur gestagangur

Gestur Pétursson nýr í stjórn FÍ

Aðalfundur FÍ var haldinn 24 mars sl. Dagskrá fundarins var hefðbundin skv. lögum félagsins. Anna Dóra Sæþórsdótir forseti flutti skýrslu stórnar um árið sem leið, ársreikningur félagsins kynntur og samþykktur, farið í gegnum lagabreytingar og kosið í stjórn. Nýr stjórnarmaður er Gestur Pétursson fararstjóri sem setið hefur í ferðanefnd félagsins. Að lokum voru önnur mál á dagskrá þar sem rætt var um ýmis mál sem tengjast starfi félagsins.

Búnaður fyrir gönguferð að gossvæðinu i Geldingadölum

Göngu- og skoðunarferð að gossvæðinu í Geldingadölum getur tekið mislangan tíma, allt eftir því hvaða leið er farin, hversu lengi er stoppað, fjölda göngufólks og veðri. Ferðafélag Íslands hvetur alla sem hyggjast fara í skoðunarferð að gossvæðinu að huga vel að búnaði og veðri.

Útivistarkvöld Loftslagsleiðtogans

Verður haldið fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6.

Ljósmyndanámskeið

Félögum í FÍ býðst þátttaka í fjarnámskeiði í ljósmyndun undir handleiðslu Pálma Guðmundssonar